Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans opnar þann 28. janúar kl. 15.00

aa

plagat

Þann 28. janúar næstkomandi opnar útskriftarsýning Ljósmyndaskólans. Að þessu sinni útskrifast sjö nemendur og takast þau á við ýmis aðkallandi málefni í verkum sínum. Má þar nefna heimilisofbeldi, föðurmissi, fólksflótta úr sveitum landsins, kynþroska ungra stúlkna og aðskilnaði svo nokkuð sé nefnd.  Myndin sem prýðir auglýsingaplagatið er úr myndaseríu Steve Lorenz “Almost Gone” einu þeirra verka sem sjá má á sýningunni.

Þeir nemendur sem nú útskrifast eru Elma Karen, Hafsteinn Viðar Ársælsson, Hanna Siv Bjarnardóttir, Laufey Elíasdóttir, Steinunn Gríma Kristinsdóttir, Steve Lorenz og Þórdís Ósk Helgadóttir. Þau hafa nú öll lokið fimm anna námi við skólann.

Sýningin verður í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi og stendur frá 28.janúar til 12.febrúar.

Opið verður frá fimmtudögum til sunnudags frá kl. 12:00-18:00.