Útskriftarsýning undirbúin

aa

Þann 16. janúar opnaði sýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á útskriftarverkum þeirra 13 nemenda sem nú útskrifast af Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 í Ljósmyndaskólanum.

Það er auðvitað að mörgu að hyggja þegar sýning er sett upp og hér má sjá nokkrar myndir frá því ferli. Myndirnar tók Nicholas Grange sem er einn útskriftarnemenda.

Sýningin stendur til 31. janúar. Um helgar munu nemendur veita leiðsögn um sýninguna. Sjón er sögu ríkari. Nánar um leiðsagnir og opnunartíma á heimasíðu Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

/sr.