Valdimar Thorlacius

aa
Laugardaginn 6. júní kl. 15 verður opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins fyrsta einkasýning ljósmyndarans Valdimars Thorlacius. Sýningin ber heitið I Ein/Einn og sýnir heim einfara.

Með ljósmyndunum eru sagðar sögur af heimi einfara til bæja og sveita. Myndirnar sýna einbúa í daglegu lífi; að dytta að húsnæði, hlusta á veðurfréttir, lesa blöðin og blunda yfir sjónvarpsfréttum en tíminn líður hægt í heimi einfarans. Með ljósmyndum sínum nær hinn ungi ljósmyndari að miðla þessum sérstaka heimi til sýningargesta.

Sama dag kemur út bók um ljósmyndaverkefnið hjá Crymogeu.

Þetta er útskriftarverk Valdimars héðan úr Ljósmyndaskólanum og verður gaman að sjá það á veggjum Þjóðminjasafns íslands.

Við hjá Ljósmyndaskólanum óskum Valdimari innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.