Verksummerki: Huglæg og persónuleg samtímaljósmyndun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

aa

ngnieska11165290_10152935913188727_5174417154040553857_n

 

Verksummerki: Huglæg og persónuleg samtímaljósmyndun í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Sýningin stendur frá 16. maí til 13. september 2015 og er hún hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík árið 2015.

Verkin á sýningunni eru eftir Agnieszku Sosnowska, Kristinu Petrošiutė, Báru Kristinsdóttur, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Skútu og Daniel Reuter.

Brynja Sveinsdóttir er sýningarstjóri og í blöðungi sem fylgir sýningunni segir hún þetta: Verksummerki fjallar um það huglæga og nærgöngula í ljósmyndum okkar daga. Á sýningunni eru tvinnuð saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu.[…] Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur sem myndasmiður og sjálft viðfangsefni myndanna. Ljósmyndararnir eiga það sammerkt að fjalla um eigið líf með tílvísunum í reynslu, minningar og tilfinningar eða sem skrásetjarar sins nánasta umhverfis og daglegs lífs. Verkin á sýnigunni eru vitnisburður um hversdaginn og verksummerki um líf ljósmyndaranna.

 

/sr.