Viðtal við Önnu Maggý nemanda á 1. ári í Ljósmyndaskólanum.

aa

Anna Maggý Grímsdóttir var að ljúka 1. ári í Ljósmyndaskólanum. Hún hefur þetta að segja um skólann og námið.

-Hvað varð til þess að þú fórst í Ljósmyndaskólann?

Ég hef alltaf elskað að taka myndir og mig langaði í skemmtilegt nám svo ég ákvað að skella mér.

 

-Hvert er markmið þitt með náminu?

Læra eitthvað nýtt, prófa mig áfram, gera fullt af mistökum.

 

-Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart í náminu?

Heldur betur. Meira og minna allt. Til dæmis bekkurinn minn, hann er stórfurðulegur en stórskemmtilegur.

 

-Hvernig myndir þú lýsa Ljósmyndaskólanum?

Skólinn er lítill og persónulegur, skemmtilegur og bara algjör demantur. (katjing katjing)

 

-Hver er helsti kostur Ljósmyndaskólans?

Hvað hann er lítilll og persónulegur. Hér einbeitir starsfólk og kennarar sér að hverjum einasta nemanda og maður fær alla þá hjálp sem maður þarf. Síðan er alltaf stuð og stemmari hér og maður hefur lykil að skólanum, svo maður getur verið hér 24/7!!! Whoohoooo.

000019 000030-2 ammaswag

Anna Maggý átti  “mynd mánaðarins” hér á síðunni í fyrrahaust af “bleiku konunni” með stækkunarglerið. Hún tók myndina af langömmu sinni, Sigurlaugu.
Anna Maggy: Ég tók myndina þegar ég var í kaffi hjá langömmu minni en hún er alltaf með stækkunargler því hún sér svo illa.
Hún langamma er 89 ára og alger skvísa, nýtur lífsins til fulls, dansar og fer í ræktina. Uppáhaldsliturinn hennar er bleikur og það er mjög margt bleikt í kringum hana.
Ég hef oft tekið myndir af langömmu, hún er svo flott myndefni en þegar hún sá þessa mynd varð hún ekki ánægð með hana og bannaði mér að mæta með myndavélina í heimsóknir.

Anna Maggý á fleiri myndir hér:

www.instagram.com/annamaggy/

/sr.