Vinnustofa með Elinu Brotherus

aa

Vinnustofur eru hluti náms nemenda á báðum námsbrautum en þær eru starfsvettvangur nemenda og gestakennara sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn. Í vinnustofum eru tekin fyrir verkefni sem tengjast listsköpun; hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni.

Nýverið lauk snarpri vinnustofu hjá nemendum á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 þar sem þau unnu undir handleiðslu Elinu Brotherus.  Þar voru nemendur meðal annars í persónulegum rannsóknarleiðangri við að greina hverskonar mótandi áhrif. Unnu nemendur bæði texta og myndir.

Eitt verkefnið var að skrifa stuttan texta eða  að setja á blað orð um hvað það væri sem gert hefði viðkomandi að því sem hann er.

 

Gissur Guðjónsson segir þetta:

Orðið sem ég vann myndina eftir var ,,Being Icelandic” eða ,,Að vera frá Íslandi”

Og það var eitt af orðunum sem ég skrifaði í byrjun vinnustofunnar um hluti sem hafa gert mig að þeim sem ég er í dag.

 

/sr.