Inntökuskilyrði-Inntökuferli

Umsækjendur um nám í Ljósmyndaskólanum þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Gerð er krafa um grundvallar tölvukunnáttu.

Umsóknarfrestur er til 5. júní ár hvert.

Umsóknarferlið:

  1. Sótt er um með því að skrifa póst á netfang skólans, ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is Þar þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjenda: a) Fullt nafn, heimilisfang, kt. og símanúmer b) Nám, gráður og fyrri störf og tímabil c) Stutt lýsing á því af hverju þú vilt læra ljósmyndun d) Hvað  hyggst þú fyrir með námi þínu í ljósmyndun e) Hverskonar ljósmyndun hefur þú mestan áhuga á?
  2. Myndamappa.Umsóknum skal fylgja  myndamappa eða verk sem endurspegla skapandi áherslur umsækjanda.
  3. Viðtal. Í umsóknarferlinu verður umsækjandi boðaður í viðtal til skólastjórnenda. Þar er meðal annars leitast við að meta hvernig námið við skólann muni henta umsækjanda og markmiðum hans.
    Umsóknin, viðtalið og myndamappan eða þau verk önnur sem umsækjandi leggur fram, liggja til grundvallar mati á því hvort umsækjanda verður veitt skólavist í Ljósmyndaskólanum. Umsækjendur fá svar við umsókn sinni með tölvupósti.

Nánari upplýsingar:

Myndamappa umsækjanda þarf að innihalda þrjú til fimm mismunandi verk. Þessi verk geta verið af ýmsum toga, t.d. ljósmyndir, teikningar, skissur, hugmyndavinnubók, vídeó,  texti eða annað það sem endurspeglar skapandi áherslur umsækjanda.

Dæmi:

  • Eitt verk getur verið samsett úr nokkrum einingum (1-6 einingum); getur t.d. samanstaðið af  1-6 ljósmyndum, teikningum, skissum eða klippimyndum.
  • Eitt verk getur samanstaðið af blöndu af  mismunandi einingum sem unnar eru með ólíkri tækni, t.d. ljósmyndum, teikningum, skissum eða klippimyndum.

Umsækjendur hafa frjálsar hendur um útfærslu á möppunni en mikilvægt er að verkin í henni skapi einhverskonar heild, að mati umsækjanda og endurspegli áhuga viðkomandi á skapandi nálgun á viðfangsefni.

Myndamöppuna þarf að senda til Ljósmyndaskólans, Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík. Einnig er hægt að koma með möppuna á  skrifstofu skólans sem opin er kl. 9.00 – 16.00 virka daga eða að koma henni til skila um póstlúguna á hurð skólans.

Athugið að hægt að senda möppur rafrænt á netfangið:ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is

Mappan þarf að vera vandlega merkt viðkomandi með nafni og símanúmeri.

Öllum möppum umsækjanda sem ekki berast rafrænar er skilað þegar umsóknarferli er yfirstaðið.

 Undanþága frá skilyrðum um menntun: Hægt er að sækja um undanþágu frá skilyrðum varðandi menntun til skólastjóra sem tekur afstöðu til umsóknar eftir aðstæðum hverju sinni. Við slíka undanþágu er sérstaklega horft til aldurs, starfsreynslu og þekkingar á ljósmyndun.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn