Rýninefnd

Fagráð Ljósmyndaskólans skipar rýninefnd skólans hvert vor og situr nefndin í eitt ár í senn.

Í rýninefndinni hverju sinni eru 3 einstaklingar.

  • Rýninefndin er skipuð 1-2 tveimur fulltrúum fagráðs og 1-2 utanaðkomandi einstaklingum sem annað hvort eru ljósmyndarar eða úr heimi sjónlista á víðari grundvelli,  s.s. myndlistarfólk eða sýningarstjórar.
  • Rýninefndinni fylgir fulltrúi frá skólanum sem gætir hagsmuna nemenda við rýni. Hann hefur ekki vægi við einkunnagjöf eða umsögn. Fulltrúi nemenda er að jafnaði umsjónarmaður áfangans þar sem lokaverkefnið er unnið eða annar sem þekkir til verka og vinnubragða nemenda.

Rýninefndin tekur þátt í yfirferð á útskriftarverkefni nemenda á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 og gefur þar athugasemdir og ábendingar um verk í vinnslu. Hún metur einnig endanleg lokaverkefni og gefur um þau einkunn og umsögn.

Rýninefnd skólaárið 2021 – 2022 skipa:

Einar Garibaldi Eiríksson

Pétur Thomsen

Sigrún Alba Sigurðardóttir

Auk þess fylgir fulltrúi frá skólanum, nefndinni.  Starfar viðkomandi fulltrúi með nefndinni fyrir hönd nemenda og gætir hagsmuna þeirra við yfirferð og rýni en tekur ekki þátt í gerð umsagna eða einkunnagjöf:

Fulltrúi skólans skólaárið 2021 – 2022:

Katrín Elvarsdóttir.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn